Dýrmæt reynsla!

Eigandi fyrirtækisins er Sigurður Örn Arnarson. Hann hefur starfað sem múrari frá árinu 1989 og hefur því öðlast rótgróna og traustvekjandi reynslu í faginu.

Fyrirtækið Mynstrun var stofnað árið 2002 en þá hafði Sigurður nú þegar steypt nokkur plön. Síðan þá hefur fyrirtækið steypt yfir 100 bílaplön út um allt land og öðlast dýrmæta reynslu í steypun og stimplun. 

Mynstrun hefur unnið í allskonar verkefnum, steypt plön í öllum stærðum og gerðum allt að 1000 fermetrum. Við höfum þurft að finna góðar lausnir á ýmsu sem kemur upp og að sjálfsögðu er þessu öllu og safnað í reynslubankann.

STEFNA MYNSTRUN EHF

Frá upphafi hefur mynstrun ehf stefnt að því að vera fremstir í sínu fagi á Íslandi. Það er okkur mjög mikilvægt að sýna fagmennsku í öllum verkefnum sem við tökum okkur fyrir hendur. Við erum ávallt að kynna okkur nýja tækni og aðferðir við að skila bestu mögulegu útkomu sem býðst. Ánægðir viðskiptavinir eru okkur afar mikilvægir og við gerum allt sem við getum til að láta óskir þeirra rætast

Hafðu samband við okkur í dag og fáðu verðtilboð í drauma planið.

Við hjá Mynstrun ehf hlökkum til að heyra frá þér.

Hringdu í okkur

Við erum ávallt tilbúnir að taka við spurningum. Ekki hika við að hafa samband.

FYLGIST MEÐ OKKUR!

Samfélagsmiðlar

Scroll to top